Nýr Subaru Outback frumsýndur á morgun Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 09:42 Nýr Subaru Outback. Subaru Outback hefur ávallt verið einn af glæsilegustu fulltrúum Subaru og er nýi bíllinn þar engin undantekning. Subaru menn hafa ávallt lagt allt sitt í fullkomið fjórhjóladrif sem vinnur með lágrétt hönnuðum BOXER vélum. Nýr Outback er með nýja og uppfærða BOXER dísilvél sem notar einungis 6,0 lítar á hverja 100 km samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda.Ný framúrstefnuleg öryggistækni Eitt það athyglisverðasta við þessa nýju útgáfu af Subaru er nýtt öryggismyndavélakerfi sem Subaru menn kalla EyeSight. Kerfið sem er eitt það fullkomnasta sem völ er á aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hefur öryggisbúnaðurinn verið til reynslu í bílum frá Subaru á Japansmarkaði síðastliðin fimm ár. EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Subaru Outback Premium BOXER Dísil, sjálfskiptur kostar 6.590.000 kr. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent
Subaru Outback hefur ávallt verið einn af glæsilegustu fulltrúum Subaru og er nýi bíllinn þar engin undantekning. Subaru menn hafa ávallt lagt allt sitt í fullkomið fjórhjóladrif sem vinnur með lágrétt hönnuðum BOXER vélum. Nýr Outback er með nýja og uppfærða BOXER dísilvél sem notar einungis 6,0 lítar á hverja 100 km samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda.Ný framúrstefnuleg öryggistækni Eitt það athyglisverðasta við þessa nýju útgáfu af Subaru er nýtt öryggismyndavélakerfi sem Subaru menn kalla EyeSight. Kerfið sem er eitt það fullkomnasta sem völ er á aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hefur öryggisbúnaðurinn verið til reynslu í bílum frá Subaru á Japansmarkaði síðastliðin fimm ár. EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Subaru Outback Premium BOXER Dísil, sjálfskiptur kostar 6.590.000 kr.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent