Leikirnir um Leisure Suit Larry eru auðvitað á listanum.
Svessi segir að í þeim leikjum hafi verið mikið um „tease“ og að þeir hafi farið illa með hann sem ungan mann. Óli er hinsvegar ekki sammála því. „Maður var að spila þetta í cga, það voru fjórir litir á skjánum og það hreyfði nú samt við manni. Þannig að maður þurfti nú ekki mikið til.“
Þá segist Óli eiga erfitt með að sjá Kratos úr God of War leikjunum fyrir sér sem kynveru. „Ég myndi ekki vilja vera fyrsti maðurinn sem að yrði á vegi Kratos í þeim ham.“
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.