Formúla 1

Sauber: Van der Garde rekinn til að bjarga liðinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Marcus Ericsson og Giedo van der Garde ræða saman.
Marcus Ericsson og Giedo van der Garde ræða saman. Vísir/Getty
Liðsstjóri Sauber liðsins, Monisha Kaltenborn hefur gefið í skyn að nauðsynlegt hafi verið a rifta samningi við ökumannin Giedo van der Garde til að bjarga liðinu.

Hollenski ökumaðurinn hefur höfðað mál á hendur Sauber og eru vitnaleiðslur á mánudaginn. Van der Garde vonast til að fá sætið sitt aftur fyrir ástralska kappaksturinn í sömu viku.

Kaltenborn segist þó vera tilbúin að berjast í dómssölum „til að vernda fyrirtækið.“

„Við munum beita öllum mögulegum ráðstöfunum til að vernda fyrirtækið okkar, liðið og hagsmuni þess,“ sagði Kaltenborn.

Liðið landaði ekki einu einasta stigi á síðasta tímabili og á í miklum fjárhagsvandræðum. Því var ákveðið að taka til liðsisns tvo ökumenn sem borguðu fyrir sæti sitt hjá liðinu, Marcus Ericsson og Felipe Nasr. Það var því ekki pláss fyrir Van der Garde.

„Við riftum samningi hans, en höfðum góða ástæðu til. Við ákváðum að gera það til að bjarga liðinu og þeim 330 starfsmönnum sem vinna þar,“ bætti Kaltenborn við að lokum.


Tengdar fréttir

Svona líta nýju formúlu eitt bílarnir út | Myndir

Eftir langan vetur er loksins komið að því, nýjir Formúlu bílar hafa litið dagsins ljós. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað hönnuðum liðanna dettur í hug og hver þróunin verður í framhaldinu.

Manor með til Melbourne

Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga.

Manor tilkynna fyrri ökumann sinn

Manor GP liðið hefur staðfest að það ætli sér að taka þátt í Ástralíu eftir 17 daga. Will Stevens veðrur annar ökumanna liðsins.

Alonso ekki með í Ástralíu

Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins hefur ákveðið að taka ekki þátt í ástralska kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×