Í því leikur enginn annar en tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks sem er hreint út sagt óborganlegur á meðan hann raular texta lagsins í daglegu amstri. Í lok myndbandsins brestur hann í dans ásamt söngkonunni Jepsen og ungstirninu Justin Bieber en Jepsen og Hanks hittust í brúðkaupi umboðsmanns Biebers, Scooter Braun, í fyrra.
„Scooter sagði Tom frá myndbandinu sem spurði á móti: Af hverju ekki ég,“ sagði Jepsen um myndbandið.
Bieber hefur lengi verið helsti aðdáandi Jepsen og átti í raun stóran þátt í því að lag hennar Call Me Maybe sló í gegn árið 2012.