Dansarar í siguratriði Maríu verða eftir heima Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2015 21:22 Dansararnir í atriði Maríu fara ekki með til Vínar. Vísir/Andri Marinó Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV. Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira
Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV.
Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15
Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00
María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00
FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23