Hefur árangurslaust reynt að gefa rektor málverk af píku Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 15:30 Stefanía Pálsdóttir með verkið sem hún málið sem mótvægi við öllum listaverkunum af berrössuðum körlum í Háskóla Íslands. Vísir/GVA Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf. Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf.
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira