Ferrari fjölskyldan ætlar ekki að selja Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:35 Piero Ferrari fyrir miðju. Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent
Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent