Faðir Datsun Z deyr 105 ára Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 09:48 Yutaka Katayama fyrir framan Datsun Z bíl. Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent
Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent