Starf trukkabílstjóra algengasta starfið í 29 ríkjum Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 12:56 Trukkabílstjórar eru margir í Bandaríkjunum. Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent
Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent