Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í dag.
Bandarísk stjórnvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar segir að nú um helgina hafi fjölskyldu konunnar borist bréf frá mannræningjunum. Bréfið fór í greiningu og hefur það nú verið staðfest að bréfið kom frá liðsmönnum samtakanna. Þó kom ekki fram hvar eða hvenær hún lést, né hvernig andlát hennar bar að.
Mueller var 26 ára gömul en hún fór til Sýrlands árið 2012 til að aðstoða flóttamenn. Henni var rænt ári síðar.
Bandaríski gíslinn látinn

Tengdar fréttir

Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum
Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa.

Biðja ISIS um að hafa beint samband
Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi.