Lögreglan í Dubai með ofurbílasýningu Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 16:52 Engin lögregla í heiminum býr að öðrum eins flota flottra bíla og lögreglan í Dubai. Henni tilheyra bílar eins og McLaren 12C, Nissan GT-R, Bugatti Veyron, Mercedes SLS AMG, Bentley Continental GT, Ferrari FF, Mercedes G63 AMG, Audi R8 og fleiri ofurbílar. Svo flottur er floti þeirra að þeim þótti ástæða til að gera flott kynningarmyndband um flotann, en myndbandið myndi sóma sér vel sem kynning á næstu Need for Speed kvikmynd. Hvort það var gert til að hræða ökumenn frá því að ógna lögreglunni í Dubai skal ósagt látið, en líklegra er að það sé gert í þeim eina tilgangi að sýna hve efnað landið er að vopna lögregluna með slíkum tækjum. Myndskeiðið er þó sannarlega áhrifamikið. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent
Engin lögregla í heiminum býr að öðrum eins flota flottra bíla og lögreglan í Dubai. Henni tilheyra bílar eins og McLaren 12C, Nissan GT-R, Bugatti Veyron, Mercedes SLS AMG, Bentley Continental GT, Ferrari FF, Mercedes G63 AMG, Audi R8 og fleiri ofurbílar. Svo flottur er floti þeirra að þeim þótti ástæða til að gera flott kynningarmyndband um flotann, en myndbandið myndi sóma sér vel sem kynning á næstu Need for Speed kvikmynd. Hvort það var gert til að hræða ökumenn frá því að ógna lögreglunni í Dubai skal ósagt látið, en líklegra er að það sé gert í þeim eina tilgangi að sýna hve efnað landið er að vopna lögregluna með slíkum tækjum. Myndskeiðið er þó sannarlega áhrifamikið.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent