Jeppasýning Toyota 2015 á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 08:45 Margir myndarlegir jepparnir munu sjást á jeppadögum Toyota. Næstkomandi laugardag, 14. febrúar, halda Toyota Kauptúni og Arctic Trucks árlega jeppasýningu sína saman í sjötta sinn. Sýningin er einn af hápunktum ársins hjá jeppaáhugamönnum og hefur alltaf verið mjög vel sótt enda margt áhugavert að sjá. Stjörnur sýningarinnar eru Íslandsbíllinn Land Cruiser 150 með 33" 50 ára afmælispakka, Land Cruiser 200, Hilux og RAV4. Jeppar sem breytt er fyrir 33" – 44" dekk verða sýndir bæði í sal og á útisvæði en sérstök áhersla verður lögð á björgunarsveitabíla. Arctic Trucks sýnir meðal annars 6 hjóla Hilux með pallhýsi og með drifi á öllum hjólum. Sjón er sögu ríkari. Jeppabreytingar verða á frábæru verði og söluráðgjafar okkar í Nýjum og Notuðum verða í samningagír. Í sal Betri notaðra bíla má finna nokkra úrvalsjeppa á betra verði. Vífilfell svalar þorstanum með ísköldu Coke Zero og boðið veður upp á veitingar og góðgæti frá Nóa Síríus. Á fimmta þúsund gestir komu á sýninguna í fyrra og er reiknað með að minnsta kosti sama fjölda í ár enda er þetta án efa ein glæsilegasta bílasýning ársins. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent
Næstkomandi laugardag, 14. febrúar, halda Toyota Kauptúni og Arctic Trucks árlega jeppasýningu sína saman í sjötta sinn. Sýningin er einn af hápunktum ársins hjá jeppaáhugamönnum og hefur alltaf verið mjög vel sótt enda margt áhugavert að sjá. Stjörnur sýningarinnar eru Íslandsbíllinn Land Cruiser 150 með 33" 50 ára afmælispakka, Land Cruiser 200, Hilux og RAV4. Jeppar sem breytt er fyrir 33" – 44" dekk verða sýndir bæði í sal og á útisvæði en sérstök áhersla verður lögð á björgunarsveitabíla. Arctic Trucks sýnir meðal annars 6 hjóla Hilux með pallhýsi og með drifi á öllum hjólum. Sjón er sögu ríkari. Jeppabreytingar verða á frábæru verði og söluráðgjafar okkar í Nýjum og Notuðum verða í samningagír. Í sal Betri notaðra bíla má finna nokkra úrvalsjeppa á betra verði. Vífilfell svalar þorstanum með ísköldu Coke Zero og boðið veður upp á veitingar og góðgæti frá Nóa Síríus. Á fimmta þúsund gestir komu á sýninguna í fyrra og er reiknað með að minnsta kosti sama fjölda í ár enda er þetta án efa ein glæsilegasta bílasýning ársins.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent