Ford ljær hraðkynni nýja merkingu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 14:10 Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent
Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent