Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður.
Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju.
„Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“
Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube.