Ráð til að halda sig frá sykri Gunnar Már Kamban skrifar 17. febrúar 2015 14:00 visir/getty Það getur verið áskorun að hætta að borða sykur og halda sig við þá ákvörðun. Hérna koma nokkur góð ráð sem halda þér við efnið.Drekktu heitt vatnAð byrja daginn á heitu vatnsglasi með sítrónusneið og jafnvel aðeins meiri sítrónusafa er frábær leið til að „vekja“ líffærin eftir svefninn og sítrónan hefur afar jákvæð áhrif á sýrustig líkamanns. Um þetta eru held ég bara allir sérfræðingar á sömu skoðun. Te er einnig frábær leið til að fá í sig sítrónuna og heita vatnið – tefelagid.is er t.d. með frábær te sem þú færð send heim í áskriftFarðu í sauna eða spaAð fara í sauna eða gott spa þar sem þú getur slakað vel á, jafnvel eftir æfingu er frábær leið til að hugleiða og fara yfir hlutina. Þetta getur orðið hugopnandi stund að fara í þægilegt umhverfi og loka augunum og fara yfir hvers vegna þú ætlar að huga enn betur að heilsunni með því að „besta“ mataræðið hjá þér. Það getur falið í sér að hætta sumu og það getur líka þýtt að þú ert að kynnast nýjum matvælum og næringarefnum sem þú hefur ekki prófað áður. Allavega þá virkar þetta vel til að hugleiða og setja sér markmið með framhaldið.Hugsaðu vel um meltingunaMeltingin skiptir okkur akkúrat engu máli þar til hún fer að gefa sig eða breytast, gerist oft eftir þrítugsaldurinn. Við lítum flest á meltinguna sem sjálfsagðan hlut en ef þú ert yfir þriðja eða fjórða tuginn þarftu að fara að huga verulega vel að henni og það er hægt að gera á margan hátt. Chia fræ eru með mjög hátt magn trefja og að hafa chia graut sem hluta af daglegu rútínunni er eitthvað sem ég sjálfur nota og chia eru mínar uppáhalds trefjar. Að drekka vel af vatni er einnig mikilvægt. Þú ættir að drekka að lágmarki 2 l af vatni á dag og ekkert múður. Að taka acidophilus gæti hjálpað sumum og það þarf ekki að taka það í gegnum mjólkurafurðir heldur er þetta nú til í töfluformi. Annað næringarefni væri Chlorophyll sem vert er að prófa. Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi góðrar meltingar og góðrar þarmaflóru og nú síðast eru það viss sætuefni sem virðast hafa neikvæð áhrif á þarmaflóruna og ég mæli því með að sætuefnin sem þú notar séu sem náttúrulegust. Þau sem ég mæli með eru Stevia og Erythritiol í stað Aspartam.Prófaðu þessi fæðubótaefniÞað er mikið magn fæðubótarefna á markaðnum sem hafa hina ýmsu eiginleika og hérna eru nokkur sem gætu aðstoðað þig við að halda þig við sykurleysið.Calcium og Magnesium Þessi fæðubótarefni er gott að taka saman. Þau hjálpa til við hormónabúskapinn og geta minnkað sykurþörfina þar með. Góð blanda á ferðinni hérna.Chrome (chromium piccolinate) 200 mg daglega er talið hafa afar góð áhrif á blóðsykurinn sem þýðir að einfaldlega að þig langar síður í sykur og sætindi.Grænt te Eins og ég hef áður sagt var ég ekki mikið fyrir te en að fá eitthvað heitt með sætu og súru bragði hefur ótrúlega jákvæð áhrif á sætindaþörfina og matarlystina yfir höfuð. Grænt te er líka með koffíni sem er orkugefandi svo þetta er góður kostur þegar þig vantar smá pikk me-up. Ef þú ert að drekkate eftir kvöldverð til að kveða þann púka í kútinn skaltu velja koffínlaust te svo það hafi ekki áhrif á svefninn.Kanill Hefur ótrúlega góð áhrif á kerfið og blóðsykurinn og er talinn hafa jákvæð áhrif á sykurþörfina. Gott að skella honum í smoothies drykkina eða út í chiagrautinn Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það getur verið áskorun að hætta að borða sykur og halda sig við þá ákvörðun. Hérna koma nokkur góð ráð sem halda þér við efnið.Drekktu heitt vatnAð byrja daginn á heitu vatnsglasi með sítrónusneið og jafnvel aðeins meiri sítrónusafa er frábær leið til að „vekja“ líffærin eftir svefninn og sítrónan hefur afar jákvæð áhrif á sýrustig líkamanns. Um þetta eru held ég bara allir sérfræðingar á sömu skoðun. Te er einnig frábær leið til að fá í sig sítrónuna og heita vatnið – tefelagid.is er t.d. með frábær te sem þú færð send heim í áskriftFarðu í sauna eða spaAð fara í sauna eða gott spa þar sem þú getur slakað vel á, jafnvel eftir æfingu er frábær leið til að hugleiða og fara yfir hlutina. Þetta getur orðið hugopnandi stund að fara í þægilegt umhverfi og loka augunum og fara yfir hvers vegna þú ætlar að huga enn betur að heilsunni með því að „besta“ mataræðið hjá þér. Það getur falið í sér að hætta sumu og það getur líka þýtt að þú ert að kynnast nýjum matvælum og næringarefnum sem þú hefur ekki prófað áður. Allavega þá virkar þetta vel til að hugleiða og setja sér markmið með framhaldið.Hugsaðu vel um meltingunaMeltingin skiptir okkur akkúrat engu máli þar til hún fer að gefa sig eða breytast, gerist oft eftir þrítugsaldurinn. Við lítum flest á meltinguna sem sjálfsagðan hlut en ef þú ert yfir þriðja eða fjórða tuginn þarftu að fara að huga verulega vel að henni og það er hægt að gera á margan hátt. Chia fræ eru með mjög hátt magn trefja og að hafa chia graut sem hluta af daglegu rútínunni er eitthvað sem ég sjálfur nota og chia eru mínar uppáhalds trefjar. Að drekka vel af vatni er einnig mikilvægt. Þú ættir að drekka að lágmarki 2 l af vatni á dag og ekkert múður. Að taka acidophilus gæti hjálpað sumum og það þarf ekki að taka það í gegnum mjólkurafurðir heldur er þetta nú til í töfluformi. Annað næringarefni væri Chlorophyll sem vert er að prófa. Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi góðrar meltingar og góðrar þarmaflóru og nú síðast eru það viss sætuefni sem virðast hafa neikvæð áhrif á þarmaflóruna og ég mæli því með að sætuefnin sem þú notar séu sem náttúrulegust. Þau sem ég mæli með eru Stevia og Erythritiol í stað Aspartam.Prófaðu þessi fæðubótaefniÞað er mikið magn fæðubótarefna á markaðnum sem hafa hina ýmsu eiginleika og hérna eru nokkur sem gætu aðstoðað þig við að halda þig við sykurleysið.Calcium og Magnesium Þessi fæðubótarefni er gott að taka saman. Þau hjálpa til við hormónabúskapinn og geta minnkað sykurþörfina þar með. Góð blanda á ferðinni hérna.Chrome (chromium piccolinate) 200 mg daglega er talið hafa afar góð áhrif á blóðsykurinn sem þýðir að einfaldlega að þig langar síður í sykur og sætindi.Grænt te Eins og ég hef áður sagt var ég ekki mikið fyrir te en að fá eitthvað heitt með sætu og súru bragði hefur ótrúlega jákvæð áhrif á sætindaþörfina og matarlystina yfir höfuð. Grænt te er líka með koffíni sem er orkugefandi svo þetta er góður kostur þegar þig vantar smá pikk me-up. Ef þú ert að drekkate eftir kvöldverð til að kveða þann púka í kútinn skaltu velja koffínlaust te svo það hafi ekki áhrif á svefninn.Kanill Hefur ótrúlega góð áhrif á kerfið og blóðsykurinn og er talinn hafa jákvæð áhrif á sykurþörfina. Gott að skella honum í smoothies drykkina eða út í chiagrautinn
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira