Fótbolti

Bayern skoraði ekki í Úkraínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso fær að líta rauða spjaldið í leiknum í kvöld.
Xabi Alonso fær að líta rauða spjaldið í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Það var fátt um fína drætti í leik Shakhtar Donetsk og Bayern München er liðin skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Spánverjinn Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldi í kvöld og verður því í banni þegar liðin mætast á ný þann 11. mars. Alonso fékk að líta sitt síðara gula spjald þegar um 25 mínútur voru til leiksloka en heimamönnum tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.

Bæjarar voru meira með boltann og voru líklegri til að skora en náðu þó ekki að skapa sér mörg almennileg marktækifæri í leiknum. Þeir verða nú að freista þess að klára einvígið á heimavelli sínum.

Shakhtar barðist þó fyrir sínu en liðið hefur ekki spilað keppnisleik síðan í desember. Liðið lék þar að auki leikinn í 1200 km fjarlægð frá heimavelli sínum í austurhluta Úkraínu, þar sem átök hafa geysað að undanförnu. Leikurinn í kvöld fór fram í Lviv í vesturhluta landsins.

Xabi Alonso fær rauða spjaldið í kvöld:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×