Leikurinn fer fram á Veltins-Arena í Gelsenkirchen, glæsilegum heimavelli Schalke, en sömu lið mættust á sama stað í sömu umferð keppninnar fyrir rétt tæpu ári síðan og þá fór ekki vel fyrir Þjóðverjunum.
Real Madrid niðurlægði Schalke í Gelsinkirchen, 6-1, í fyrri leik liðanna þar sem BBC-þríeykið; Benzema, Bale og Cristiano Ronaldo, skoraði sex mörk. Þessir mögnuðu fótboltamenn skoruðu tvö mörk hver áður en heimamenn klóruðu í bakkann með reyndar frábæru marki.
Þegar liðin mættust svo aftur á Bernabéu vann Real aftur, 3-1, og einvígið því samanlagt, 9-2. Real fór svo alla leið í keppninni og vann Meistaradeildina í tíunda sinn.
Markasúpuna úr fyrri leik liðanna í fyrra má sjá hér að neðan.