Mercedes Benz Maybach jeppi í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2015 16:43 Mercedes Benz Maybach yrði lengri útgáfa GL-jeppans og með 12 strokka vél og tveimur forþjöppum. Forstjóri Mercedes Benz, Dr. Dieter Zetsche, hefur látið hafa eftir sér að smíði glæsijeppa með Maybach merki sé afar líkleg. Mercedes Benz tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að endurvekja lúxusbílamerkið Maybach og bæta Maybach merkinu við þá stærri bíla Benz sem allra mest er lagt í. Til dæmis er nú hægt að fá S-Class bílinn af Maybach gerð og er sá bíll ofurhlaðinn lúxus. Það mun einnig eiga við jeppa með Maybach nafni, en líklega færi þar lengdur GL-jeppi Mercedes.Hann gæti verið vopnaður mjög öflugri V12 vél með tveimur stórum forþjöppum. Þessum jeppa yrði sérstaklega beint gegn Bentley Bentayga jeppanum sem er í þróun. Því ætlar Mercedes Benz aldeilis ekki að eftirláta Volkswagen, sem á jú Bentley, markaðinn fyrir ofurjeppa. Víst er að báðir þessir jeppar munu freista ofurríkra olíueigenda Arabaríkjanna og sífjölgandi milljarðamæringa heimsins. Búast má við því að Maybach jeppinn kosti ekki minna en 150.000 dollara, eða 20 milljónir króna. Það verð þyrfti líklega að tvöfalda hingað til lands kominn þar sem slíkur bíll færi í hæsta vörugjaldsflokk. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Forstjóri Mercedes Benz, Dr. Dieter Zetsche, hefur látið hafa eftir sér að smíði glæsijeppa með Maybach merki sé afar líkleg. Mercedes Benz tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að endurvekja lúxusbílamerkið Maybach og bæta Maybach merkinu við þá stærri bíla Benz sem allra mest er lagt í. Til dæmis er nú hægt að fá S-Class bílinn af Maybach gerð og er sá bíll ofurhlaðinn lúxus. Það mun einnig eiga við jeppa með Maybach nafni, en líklega færi þar lengdur GL-jeppi Mercedes.Hann gæti verið vopnaður mjög öflugri V12 vél með tveimur stórum forþjöppum. Þessum jeppa yrði sérstaklega beint gegn Bentley Bentayga jeppanum sem er í þróun. Því ætlar Mercedes Benz aldeilis ekki að eftirláta Volkswagen, sem á jú Bentley, markaðinn fyrir ofurjeppa. Víst er að báðir þessir jeppar munu freista ofurríkra olíueigenda Arabaríkjanna og sífjölgandi milljarðamæringa heimsins. Búast má við því að Maybach jeppinn kosti ekki minna en 150.000 dollara, eða 20 milljónir króna. Það verð þyrfti líklega að tvöfalda hingað til lands kominn þar sem slíkur bíll færi í hæsta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent