McLaren endurnýjar kynnin við Honda Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:30 Formúlu 1 keppnisbíll McLaren. Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button.
Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira