Mini Minor í samstarfi með Toyota Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 09:00 Mini Rocketman. Mini bílafyrirtækið er í eigu BMW og nú þegar á BMW í samstarfi við Toyota við þróun og smíði smávaxins sportbíls sem gárungarnir hafa kallað hina nýju Toyota Supra eða arftaka BMW Z4. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja þar sem til stendur að hanna og smíða saman nýjan undirvagn undir nýjan Mini bíl sem fá mun nafnið Mini Minor og yrði minnsti bíllinn í Mini fjölskyldunni. Þennan undirvagn ætlar Toyota svo einnig að nota fyrir einhvern sinna bíla. Hugmyndin af nýjum og agnarsmáum Mini er ekki ný af nálinni en slíkur bíll var kynntur fyrir 4 árum á bílasýningunni í Genf og kallaður þar Mini Rocketman. Mini hefur allar götur síðan þá hummað af sér smíði þess bíls og hefur greinilega leitað í nokkurn tíma samstarfs við annan bílaframleiðanda við þróun hans til að minnka kostnað. Nú er hann fundinn og í sjálfu sér eðlilegt framhald af samstarfi við Toyota með smáa sportbílinn. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Mini bílafyrirtækið er í eigu BMW og nú þegar á BMW í samstarfi við Toyota við þróun og smíði smávaxins sportbíls sem gárungarnir hafa kallað hina nýju Toyota Supra eða arftaka BMW Z4. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja þar sem til stendur að hanna og smíða saman nýjan undirvagn undir nýjan Mini bíl sem fá mun nafnið Mini Minor og yrði minnsti bíllinn í Mini fjölskyldunni. Þennan undirvagn ætlar Toyota svo einnig að nota fyrir einhvern sinna bíla. Hugmyndin af nýjum og agnarsmáum Mini er ekki ný af nálinni en slíkur bíll var kynntur fyrir 4 árum á bílasýningunni í Genf og kallaður þar Mini Rocketman. Mini hefur allar götur síðan þá hummað af sér smíði þess bíls og hefur greinilega leitað í nokkurn tíma samstarfs við annan bílaframleiðanda við þróun hans til að minnka kostnað. Nú er hann fundinn og í sjálfu sér eðlilegt framhald af samstarfi við Toyota með smáa sportbílinn.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent