Fleiri Cross Country frá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:15 Volvo S60 Cross Country. Volvo framleiðir nú XC60, XC70 og XC90 Cross Country bílana og eru tveir þeirra fyrstnefndu upphækkaðar útfærslur af V60 og V70 bílum Volvo, en XC90 nýkynntur bíll og eini jeppi sem Volvo framleiðir. Volvo framleiðir einnig V40, S60 og S80 bílana og hefur nú í hyggju að bjóða allar bílgerðir sínar í Cross Country útfærslu. Styttast fer þó í S90 bíl sem leysa mun af hólmi S80 fólksbílinn og því verður ný Cross Country gerð hans líklega hækkuð gerð þess bíls. Einnig er ekki langt að bíða nýs V90 bíls sem leysa mun af hólmi núverandi V70 wagon, en Volvo mun einnig bjóða Cross Country útfærslu þess bíls. Framleiðsla Volvo verður því frekar einföld, 5 fólksbílagerðir sem allar munu einnig fást í Cross Country útfærslu og svo jepplingurinn XC60 og jeppinn XC90. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent
Volvo framleiðir nú XC60, XC70 og XC90 Cross Country bílana og eru tveir þeirra fyrstnefndu upphækkaðar útfærslur af V60 og V70 bílum Volvo, en XC90 nýkynntur bíll og eini jeppi sem Volvo framleiðir. Volvo framleiðir einnig V40, S60 og S80 bílana og hefur nú í hyggju að bjóða allar bílgerðir sínar í Cross Country útfærslu. Styttast fer þó í S90 bíl sem leysa mun af hólmi S80 fólksbílinn og því verður ný Cross Country gerð hans líklega hækkuð gerð þess bíls. Einnig er ekki langt að bíða nýs V90 bíls sem leysa mun af hólmi núverandi V70 wagon, en Volvo mun einnig bjóða Cross Country útfærslu þess bíls. Framleiðsla Volvo verður því frekar einföld, 5 fólksbílagerðir sem allar munu einnig fást í Cross Country útfærslu og svo jepplingurinn XC60 og jeppinn XC90.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent