Ford Focus RS er öskrandi 320 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Ford Focus RS. Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent