Gerbreytt Corsa en útlitið lítið breytt Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 14:15 Opel Corsa. Reynsluakstur – Opel Corsa Opel Corsa á sér langa sögu, en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1982. Corsa er nú að koma af fimmtu kynslóð en hann er að sönnu mikill magnsölubíll. Hann hefur selst í 12,3 milljónum eintaka frá upphafi og er fyrir vikið afar mikilvægur bíll fyrir Opel, enda stendur hann fyrir þriðjungi allrar sölu Opel. Opel Corsa er mest selda einstaka bílgerð sem framleidd er af öllum þýsku bílaframleiðendunum og selst hann í um 250.000 eintökum á ári bara í Evrópu.Opel Corsa má einnig finna undir nafni Vauxhall í Bretlandi og á tíma einnig undir merkjum Holden í Ástralíu. Svo vel hefur gengið að selja Opel Corsa af síðustu kynslóð hans, þeirri fjórðu, að útlit hans nú er líkt og örlítil uppfærsla frá þeim bíl. En það segir þó alls ekki alla söguna, því breytingar er svo til á hverjum einasta hlut í bílnum. Opel Corsa fæst sem fyrr bæði sem þriggja- og fimm hurða bíll, en í báðum útfærslum 5 manna. Hann er 4,02 metra langur, en flestir bílar í B-stærðarflokki eru nálægt þeirri lengd.Frábær þriggja strokka bensínvélUndirvagn bílsins er allur nýr, stífleiki hans hefur aukist og fjöðrunin er orðin sportlegri og stífari. Reyndar má breyta hegðun hennar með Comfort og Sport stillingu og fæst meiri tilfinning fyrir vegi með Sport stillingunni. Til að auka á aksturhæfni bílsins hefur hann verið lækkaður um 5 millimetra frá vegi. Allar þessar breytingar frá fyrri kynslóð virðast hafa aukið akstursgetu bílsins og fyrir vikið er ferlega skemmtilegt að henda honum um göturnar, ekki síst um góðar götur Þýskalands þar sem hann var reyndur og þar fannst honum býsna gaman að leika sér.Greinilegt er að innrétting Opel Corsa hefur fengið sitthvað að láni frá minni bróðurnum Opel Adam og er það vel.Líklega er enginn bíll í B-flokki hæfari til þess nema vera skildi Ford Fiesta og Volkswagen Polo, en þeir eru einnig rómaðir fyrir akstursgetu. Ein þeirra bensínvéla sem í boði verður í Corsa er 1,0 lítra og þriggja strokka vél með forþjöppu sem fæst í tveimur útfærslum, 90 og 115 hestafla. Þessi vél er hrikalega spræk þrátt fyrir lítið sprengirými og öflugri gerð hennar gerir Corsa að rakettu og gleður mjög ökumenn með þungan bensínfót. Þá er einnig í boði 4 strokka, 1,4 lítra og 100 hestafla vél, líka með forþjöppu. Óhætt er að mæla með þriggja strokka vélinni umfram þá stærri, sérlega í öflugri útfærslu hennar. Einnig er rétt að mæla með beinskiptingu umfram sjálfskiptingu og spara í leiðinni aur. Opel Corsa mun einnig fást með 1,3 lítra dísilvél í tveimur útfærslum, 75 og 95 hestafla og eyða þær svo lítlu sem 3,2 lítrum. Skemmtilegust þeirra allra er öflugri 3 strokka vélin. Með henni í húddinu leggur maður ekki frítt í stæði, en það á við dísilvélina, sem aðeins mengar 88 g/km. Lítið breyttur að utan en þess meira að innanEins og fyrr sagði er útlitsbreyting Opel Corsa ekki mikil, en samt verður að segja að öllu því sem þó hefur verið breytt hafi verið til góðs. Hann er með fegurra og grimmara nef og hann hefur fengið lánaða flotta neðri hliðarlínuna frá Opel Insignia. Breytingin að aftan er sáralítil, en þó má helst greina á milli kynslóðanna með ljósunum. Ef til vill hefur Opel verið hrætt við að breyta bílnum mikið, rétt eins og Volkswagen með Golf, en báðir eiga það sammeiginlegt að hafa selst mjög vel af síðustu kynslóð.Opel hefur tekist að stækka innanrými Corsa þrátt fyrir að bílinn hafi ekki lengst og hann stendur undir nafni sem 5 manna bíll þrátt fyrir að vera í B-stærðarflokki. Lang mesta breytingin á bílnum frá fyrri kynslóð er hvað innréttingu hans varðar. Hún er orðin ári lagleg, þó svo efnisval gæti nú verið ríkulegra. Erfitt er þó að leysa plast af með leðri, burstuðu stáli, viði eða öðru fíneríi í bíl á þessu verði. Greinilegt er að Corsa hefur fengið margt að láni í innanrýminu frá enn minni bróður sínum, Adam og er það hið besta mál. Hreint magnað er að sjá hve innanrými bílsins er gott og ekki geta aftursætisfarþegar kvartað undan fóta- eða höfuðrými. Farangursrými er 285 lítrar og er á pari við flesta aðra bíla í stærðarflokknum.Verðið í hærri kantinum í flokknumHelstu samkeppnisbílar Opel Corsa eru Ford Fiesta, Volkswagen Polo, Renault Clio, Peugeot 208, Kia Rio og Toyota Yaris. Fiesta kostar frá 2.390.000 (65 hestöfl), Polo frá 2.310.000 (75 hestöfl), Clio frá 2.360.000 (75 hestöfl), Peugeot 208 frá 2.290.000 (68 hestöfl), Rio frá 2.550.000 (75 hestöfl) og Yaris frá 2.740.000 ( hestöfl). Opel Corsa mun kosta frá 2.690.000 kr. og er því í hærri kantinum í þessum flokki bíla. Hafa verður þó í huga að um mjög vel búinn bíl er að ræða og með öflugri vél en flestir hinna. Bílabúð Benna mun hefja sölu á ölu á Opel Corsa kringum tuttugasta þessa mánaðar. Kostir: Mikið rými afturí, fínir aksturseiginleikar, hljóðláturÓkostir: Of há mengunargildi bensínvéla, efnisval í innréttingu 1,0 l. bensínvél, 115 hestöfl FramhjóladrifEyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 115 g/km CO2Hröðun: 10,3 sek.Hámarkshraði: 195 km/klstVerð: kr. 2.690.000 kr.Umboð: Bílabúð Benna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Reynsluakstur – Opel Corsa Opel Corsa á sér langa sögu, en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1982. Corsa er nú að koma af fimmtu kynslóð en hann er að sönnu mikill magnsölubíll. Hann hefur selst í 12,3 milljónum eintaka frá upphafi og er fyrir vikið afar mikilvægur bíll fyrir Opel, enda stendur hann fyrir þriðjungi allrar sölu Opel. Opel Corsa er mest selda einstaka bílgerð sem framleidd er af öllum þýsku bílaframleiðendunum og selst hann í um 250.000 eintökum á ári bara í Evrópu.Opel Corsa má einnig finna undir nafni Vauxhall í Bretlandi og á tíma einnig undir merkjum Holden í Ástralíu. Svo vel hefur gengið að selja Opel Corsa af síðustu kynslóð hans, þeirri fjórðu, að útlit hans nú er líkt og örlítil uppfærsla frá þeim bíl. En það segir þó alls ekki alla söguna, því breytingar er svo til á hverjum einasta hlut í bílnum. Opel Corsa fæst sem fyrr bæði sem þriggja- og fimm hurða bíll, en í báðum útfærslum 5 manna. Hann er 4,02 metra langur, en flestir bílar í B-stærðarflokki eru nálægt þeirri lengd.Frábær þriggja strokka bensínvélUndirvagn bílsins er allur nýr, stífleiki hans hefur aukist og fjöðrunin er orðin sportlegri og stífari. Reyndar má breyta hegðun hennar með Comfort og Sport stillingu og fæst meiri tilfinning fyrir vegi með Sport stillingunni. Til að auka á aksturhæfni bílsins hefur hann verið lækkaður um 5 millimetra frá vegi. Allar þessar breytingar frá fyrri kynslóð virðast hafa aukið akstursgetu bílsins og fyrir vikið er ferlega skemmtilegt að henda honum um göturnar, ekki síst um góðar götur Þýskalands þar sem hann var reyndur og þar fannst honum býsna gaman að leika sér.Greinilegt er að innrétting Opel Corsa hefur fengið sitthvað að láni frá minni bróðurnum Opel Adam og er það vel.Líklega er enginn bíll í B-flokki hæfari til þess nema vera skildi Ford Fiesta og Volkswagen Polo, en þeir eru einnig rómaðir fyrir akstursgetu. Ein þeirra bensínvéla sem í boði verður í Corsa er 1,0 lítra og þriggja strokka vél með forþjöppu sem fæst í tveimur útfærslum, 90 og 115 hestafla. Þessi vél er hrikalega spræk þrátt fyrir lítið sprengirými og öflugri gerð hennar gerir Corsa að rakettu og gleður mjög ökumenn með þungan bensínfót. Þá er einnig í boði 4 strokka, 1,4 lítra og 100 hestafla vél, líka með forþjöppu. Óhætt er að mæla með þriggja strokka vélinni umfram þá stærri, sérlega í öflugri útfærslu hennar. Einnig er rétt að mæla með beinskiptingu umfram sjálfskiptingu og spara í leiðinni aur. Opel Corsa mun einnig fást með 1,3 lítra dísilvél í tveimur útfærslum, 75 og 95 hestafla og eyða þær svo lítlu sem 3,2 lítrum. Skemmtilegust þeirra allra er öflugri 3 strokka vélin. Með henni í húddinu leggur maður ekki frítt í stæði, en það á við dísilvélina, sem aðeins mengar 88 g/km. Lítið breyttur að utan en þess meira að innanEins og fyrr sagði er útlitsbreyting Opel Corsa ekki mikil, en samt verður að segja að öllu því sem þó hefur verið breytt hafi verið til góðs. Hann er með fegurra og grimmara nef og hann hefur fengið lánaða flotta neðri hliðarlínuna frá Opel Insignia. Breytingin að aftan er sáralítil, en þó má helst greina á milli kynslóðanna með ljósunum. Ef til vill hefur Opel verið hrætt við að breyta bílnum mikið, rétt eins og Volkswagen með Golf, en báðir eiga það sammeiginlegt að hafa selst mjög vel af síðustu kynslóð.Opel hefur tekist að stækka innanrými Corsa þrátt fyrir að bílinn hafi ekki lengst og hann stendur undir nafni sem 5 manna bíll þrátt fyrir að vera í B-stærðarflokki. Lang mesta breytingin á bílnum frá fyrri kynslóð er hvað innréttingu hans varðar. Hún er orðin ári lagleg, þó svo efnisval gæti nú verið ríkulegra. Erfitt er þó að leysa plast af með leðri, burstuðu stáli, viði eða öðru fíneríi í bíl á þessu verði. Greinilegt er að Corsa hefur fengið margt að láni í innanrýminu frá enn minni bróður sínum, Adam og er það hið besta mál. Hreint magnað er að sjá hve innanrými bílsins er gott og ekki geta aftursætisfarþegar kvartað undan fóta- eða höfuðrými. Farangursrými er 285 lítrar og er á pari við flesta aðra bíla í stærðarflokknum.Verðið í hærri kantinum í flokknumHelstu samkeppnisbílar Opel Corsa eru Ford Fiesta, Volkswagen Polo, Renault Clio, Peugeot 208, Kia Rio og Toyota Yaris. Fiesta kostar frá 2.390.000 (65 hestöfl), Polo frá 2.310.000 (75 hestöfl), Clio frá 2.360.000 (75 hestöfl), Peugeot 208 frá 2.290.000 (68 hestöfl), Rio frá 2.550.000 (75 hestöfl) og Yaris frá 2.740.000 ( hestöfl). Opel Corsa mun kosta frá 2.690.000 kr. og er því í hærri kantinum í þessum flokki bíla. Hafa verður þó í huga að um mjög vel búinn bíl er að ræða og með öflugri vél en flestir hinna. Bílabúð Benna mun hefja sölu á ölu á Opel Corsa kringum tuttugasta þessa mánaðar. Kostir: Mikið rými afturí, fínir aksturseiginleikar, hljóðláturÓkostir: Of há mengunargildi bensínvéla, efnisval í innréttingu 1,0 l. bensínvél, 115 hestöfl FramhjóladrifEyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 115 g/km CO2Hröðun: 10,3 sek.Hámarkshraði: 195 km/klstVerð: kr. 2.690.000 kr.Umboð: Bílabúð Benna
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent