Stikla fyrir Daredevil þættina Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 16:26 Matt Murdock notar ofurheyrn sína til að berjast við glæpamenn. Netflix hefur birt fyrstu stikluna úr Daredevil þáttunum sem birtir verða þann 10. apríl næstkomandi. Þættirnir um blinda lögmanninn Matt Murdock, þar sem hann berst við glæpamenn á götum New York, eru fyrsta sjónvarpsserían í samstarfi Marvel og Netflix. Með samstarfi fyrirtækjanna er ætlunin að opna fleiri hliðar á ofurhetjusögum Marvel, en sést hafa í kvikmyndum hingað til. Margir hverjir muna kannski eftir kvikmyndinni Daredevil, með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem kom út árið 2003. Að þessu sinni leikur Charlie Cox aðalhlutverkið en á vefnum IGN, þar sem stiklan birtist fyrst, segir að hann hafi slegið í gegn í áheyrnarprufum fyrir hlutverkið. Í stiklunni sést Daredevil í búningi sem er svartur, en hann er þekktur fyrir vínrauðan leðurbúning sinn. Höfundar þáttanna segja það hafa verið gert til að sýna upphaf Matt Murdock sem Daredevil. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Netflix hefur birt fyrstu stikluna úr Daredevil þáttunum sem birtir verða þann 10. apríl næstkomandi. Þættirnir um blinda lögmanninn Matt Murdock, þar sem hann berst við glæpamenn á götum New York, eru fyrsta sjónvarpsserían í samstarfi Marvel og Netflix. Með samstarfi fyrirtækjanna er ætlunin að opna fleiri hliðar á ofurhetjusögum Marvel, en sést hafa í kvikmyndum hingað til. Margir hverjir muna kannski eftir kvikmyndinni Daredevil, með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem kom út árið 2003. Að þessu sinni leikur Charlie Cox aðalhlutverkið en á vefnum IGN, þar sem stiklan birtist fyrst, segir að hann hafi slegið í gegn í áheyrnarprufum fyrir hlutverkið. Í stiklunni sést Daredevil í búningi sem er svartur, en hann er þekktur fyrir vínrauðan leðurbúning sinn. Höfundar þáttanna segja það hafa verið gert til að sýna upphaf Matt Murdock sem Daredevil.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira