Spá 88,6 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:20 Í ár mun bílasala enn aukast í heiminum, ef spár ganga eftir. Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent
Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent