Renault kynnir Kadjar í sumar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:42 Renault Kadjar. Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent