Vanmetið afl Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 11:11 Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent
Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent