Vanmetið afl Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 11:11 Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent