Frakkar greiða 10.000 evrur fyrir skipti á rafmagnsbíl fyrir dísilbíl Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 12:49 Frönsk bílaumferð. Í apríl munu frönsk yfirvöld greiða bílkaupendum sem fá sér rafmagnsbíl og afleggja gömlum dísilbíl 10.000 evrur, eða 1,5 milljónir króna. Þessir dísilbílar þurfa að vera meira en 13 ára gamlir, en svo gamlir dísilbílar eru ekki búnir nauðsynlegum síum fyrir útblástur þeirra. Þessi aðgerð er liður í þeim áformum franskra yfirvalda að fækka dísilbílum á frönskum vegum, en í áætlunum franskra yfirvalda er markmiðið að útrýma dísilbílum árið 2020. Það er nokkuð bratt markmið í ljósi þess að afar stór hluti af nýjum bílum í Frakklandi nú eru dísilbílar og því þyrfti ári hratt að losna við tiltölulega nýlega dísilbíla. Í fyrra voru 64% allra seldra nýrra bíla í Frakklandi með dísilvélum og hafði þá lækkað frá 73% árið 2012. Er þessi háa tala í Frakklandi aðallega til komin vegna áherslu franskra bílaframleiðenda á dísilvélar. Samsvarandi tala fyrir Þýskaland og Bretland er 47% og 50%. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent
Í apríl munu frönsk yfirvöld greiða bílkaupendum sem fá sér rafmagnsbíl og afleggja gömlum dísilbíl 10.000 evrur, eða 1,5 milljónir króna. Þessir dísilbílar þurfa að vera meira en 13 ára gamlir, en svo gamlir dísilbílar eru ekki búnir nauðsynlegum síum fyrir útblástur þeirra. Þessi aðgerð er liður í þeim áformum franskra yfirvalda að fækka dísilbílum á frönskum vegum, en í áætlunum franskra yfirvalda er markmiðið að útrýma dísilbílum árið 2020. Það er nokkuð bratt markmið í ljósi þess að afar stór hluti af nýjum bílum í Frakklandi nú eru dísilbílar og því þyrfti ári hratt að losna við tiltölulega nýlega dísilbíla. Í fyrra voru 64% allra seldra nýrra bíla í Frakklandi með dísilvélum og hafði þá lækkað frá 73% árið 2012. Er þessi háa tala í Frakklandi aðallega til komin vegna áherslu franskra bílaframleiðenda á dísilvélar. Samsvarandi tala fyrir Þýskaland og Bretland er 47% og 50%.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent