Bílasala í Evrópu jókst um 7,1% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:05 Framúrstefnuleg bílageymsla Volkswagen í Wolfsburg. Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent
Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent