Mikið rekstrartap GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 09:18 Chevrolet Corvette, en Chevrolet tilheyrir General Motors. Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent