Mikið rekstrartap GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 09:18 Chevrolet Corvette, en Chevrolet tilheyrir General Motors. Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent