Ford framleiðir 400.000 bíla á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 10:36 Ford hefur flutt framleiðslu Mondeo frá Genk til Valencia. Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent