Vinnur Jóhann Jóhannsson BAFTA verðlaun? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 12:12 Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Vísir/Getty Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér. BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér.
BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira