Lífið er sannarlega undarlegt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. febrúar 2015 19:21 Söguhetjan Max, 18 ára. VÍSIR/DONTNOD Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna. Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna.
Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira