Vísir heimsfrumsýnir sérstakan þátt sem HBO sjónvarpsstöðin gerði í tengslum við þáttaröðina Game of Thrones. Fimmta þáttaröð þessara geysivinsælu sjónvarpsþátta hefst 13. apríl á Stöð 2.
Í þessum hálftímalanga þætti er skyggnst á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones með leikurum og tökuliði þessara vinsælu sjónvarpsþátta HBO. Fylgst er með heilum degi í framleiðsluferlinu í þremur mismunandi löndum; Króatíu, Írlandi og Spáni.
Viðtöl við meðlimi framleiðsluteymisins sem tókust á við það verkefni að taka upp eina og sömu sjónvarpsþáttaröðina í þremur mismunandi löndum á sama tíma en það er nær óþekkt í sjónvarpssögunni.
Þú getur horft á þáttinn í spilaranum hér að ofan.
