Borgward endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 09:36 Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent