Tesla Model X í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:00 Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent