Toyota Aygo með opnanlegu þaki Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 14:45 Toyota Aygo með léttum blæjudúk. Nýr Aygo frá Toyota verður brátt í boði með opnanlegu þaki. Þar fer ekki eiginlegur blæjubíll því draga má dúkinn, sem á þaki bílsins er, að aftasta burðarbita bílsins smávaxna. Er það gert með rafrænum hætti og stjórnað með einum takka. Svona léttir og einfaldir blæjudúkar verða sífellt vinsælli á kostnað hefðbundinna blæjubíla sem pakka blæjum sínum vanalega í skottið með flóknum, þungum og rándýrum búnaði. Þannig hafa framleiðendur Fiat 500C, Citroën DS3 Cabrio, Renault Twingo, Peugeot 108 og Citroën C1 einmitt gert og fyrir vikið eru þeir aðeins lítillega dýrari en án þessa niðdraganlega dúks. Toyota Aygo mun kosta 895 breskum pundum meira með svona niðurdraganlegum dúk, eða sem nemur 180.000 krónum. Í sólríkum löndum er það vafalaust þess virði. Er það talsvert ódýrara en framleiðendur áðurnefndra keppinauta hans bjóða.Sniðugleg, einföld og ódýr útfærsla hjá Toyota. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent
Nýr Aygo frá Toyota verður brátt í boði með opnanlegu þaki. Þar fer ekki eiginlegur blæjubíll því draga má dúkinn, sem á þaki bílsins er, að aftasta burðarbita bílsins smávaxna. Er það gert með rafrænum hætti og stjórnað með einum takka. Svona léttir og einfaldir blæjudúkar verða sífellt vinsælli á kostnað hefðbundinna blæjubíla sem pakka blæjum sínum vanalega í skottið með flóknum, þungum og rándýrum búnaði. Þannig hafa framleiðendur Fiat 500C, Citroën DS3 Cabrio, Renault Twingo, Peugeot 108 og Citroën C1 einmitt gert og fyrir vikið eru þeir aðeins lítillega dýrari en án þessa niðdraganlega dúks. Toyota Aygo mun kosta 895 breskum pundum meira með svona niðurdraganlegum dúk, eða sem nemur 180.000 krónum. Í sólríkum löndum er það vafalaust þess virði. Er það talsvert ódýrara en framleiðendur áðurnefndra keppinauta hans bjóða.Sniðugleg, einföld og ódýr útfærsla hjá Toyota.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent