Lífið

Þorrablót Skagamanna: "Flash mob“, Helga Braga og gríðar stemning

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Flash mob frá 40 manns vakti mikla athygli.
Flash mob frá 40 manns vakti mikla athygli.
Skagamenn skemmtu sér konunglega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. Helga Braga stýrði gleðinni, en 650 manns voru á staðnum. Mikil eftirspurn er gjarnan eftir miðum á þennan vinsæla viðburð og var svipað uppi á teningnum nú. Miðarnir seldust upp á 74 mínútum að sögn aðstandenda blótsins.

Svokallað „Flash mob“ vakti mikla athygli á blótinu en þá dönsuðu 40 manns óvænt á samhæfðan og skemmtilegan hátt. Sverrir Bergmann og hljómsveit hans héldu uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Einnig komu fram karlakórinn Pungur sem ásamt Fjallabræðrum mynduðu tæplega 60 manna karlakór. Akurnesingur ársins var tilkynntur en það var Steinunn Sigurðardóttir sem hefur unnið ötullega að söfnun tölvusneiðmyndatækis fyrir Heilbrgiðisstofnun Vesturlands.

Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndarar fyrirtækinu Myndasmiðjan á Akranesi tóku myndir sem sjá má í myndaalbúminu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.