Þeir kalla sig Tindatríó, þessir feðgar sem slóu í gegn í síðasta þætti af Ísland Got Talent. Þeir kenna sig við Tinda á Kjalarnesi, þar sem þeir búa allir.
Þeir segjast æfa sig reglulega, heima hjá föðurnum.
„Við búum í sitthvoru húsinu, svona á sömu torfunni," segir einn þeirra.
Þeir heilluðu dómarana flesta, fyrir utan Bubba sem sagði nei. Selma átti úrslitaatkvæðið og hún hleypti feðgunum í gegn. „Ég vil fá ykkur áfram og segi já."
Í lok myndbandsins hér að ofan má heyra þá segjast ætla að heilla Bubba í næsta skipti. Og stinga þeir upp á því að raka af sér hárið.

