Pierce Brosnan í Super Bowl auglýsingu Kia Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 11:15 Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent