Volvo kaupir helminginn í Dongfeng Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:17 Dongfeng vörubíll. Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent
Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent