Ford F-150 Raptor snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 13:33 Ford F-150 Raptor er stæðilegur á velli. Ford hefur í nokkur ár ekki haft í boði sérútgáfu Ford F-150 sem bar nafnið Raptor. Frá og með 2017 árgerð bílsins verður svo aftur, en Ford er að kynna þann bíl á bílasýningunni í Detroit um þessar mundir. Ford F-150 Raptor er mun öflugri útgáfa þessa vinsæla pallbíls, sterkbyggðari og hæfari til utanvegaaksturs. Síðast gerð Raptor var með 411 hestafla V8 vél en nýi bíllinn fær V6 vél með tveimur forþjöppum og er hún nokkru öflugri en eldri vélin, þó svo Ford gefi ekki upp hestaflatölu hennar nú. Hann verður með 10 gíra sjálfskiptingu. Raptor er með breiðari yfirbyggingu en hefðbundinn F-150, mun meiri slaglengd fjöðrunar og bíllinn er allur styrktur til mikilla átaka og hraðaksturs á erfiðum vegum. Eins og á við F-150 er Raptor nú nærri 300 kílóum léttari, enda yfirbyggingin að mestu úr áli. Undir henni er þó níðsterkur stálundirvagn. Áfram eru risastórir FOX demparar undir bílnum.Stórt Ford merki á grillinu einkennir Raptor. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Ford hefur í nokkur ár ekki haft í boði sérútgáfu Ford F-150 sem bar nafnið Raptor. Frá og með 2017 árgerð bílsins verður svo aftur, en Ford er að kynna þann bíl á bílasýningunni í Detroit um þessar mundir. Ford F-150 Raptor er mun öflugri útgáfa þessa vinsæla pallbíls, sterkbyggðari og hæfari til utanvegaaksturs. Síðast gerð Raptor var með 411 hestafla V8 vél en nýi bíllinn fær V6 vél með tveimur forþjöppum og er hún nokkru öflugri en eldri vélin, þó svo Ford gefi ekki upp hestaflatölu hennar nú. Hann verður með 10 gíra sjálfskiptingu. Raptor er með breiðari yfirbyggingu en hefðbundinn F-150, mun meiri slaglengd fjöðrunar og bíllinn er allur styrktur til mikilla átaka og hraðaksturs á erfiðum vegum. Eins og á við F-150 er Raptor nú nærri 300 kílóum léttari, enda yfirbyggingin að mestu úr áli. Undir henni er þó níðsterkur stálundirvagn. Áfram eru risastórir FOX demparar undir bílnum.Stórt Ford merki á grillinu einkennir Raptor.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent