Hversu sterkt er sambandið þitt? sigga dögg skrifar 15. janúar 2015 11:00 Ekki gera ekki neitt, taktu prófið og lagaðu svo sambandið þitt ef þess gerist þörf. Vísir/Getty Andrew G Marshall er hjónabandsráðgjafi sem bjó til þessa könnun til að meta seiglu sambands. Taktu prófið og sjáðu hvar þú stendur í þínu sambandi.1. Hversu oft lætur makinn þinn þig vita hversu mikið hann eða hún kann að meta þig með því að segja takk, ég elska þig eða hrósa þér? a) Ég er viss um að hann eða hún ætli að gera það en það gleymist í eril dagsins b) Mjög oft c) Bara þegar hann eða hún vantar eitthvað eða er að reyna ná mér úr fýlu eftir rifrildi d) Við sérstök tilefni þegar ég hef tekið mig sérstaklega til eða haft fyrir því að hafa allt á hreinu, eða þegar ég hef gefið beinar vísbendingar2. Í teiti sýnir aðlaðandi ókunnugur einstaklingur þér mikla athygli, ekkert gerist nema bara spjall og smá hlátur en þú skemmtir þér mjög vel. Á leiðinni heim spyr maki þinn þig um viðkomandi. Hvernig bregst þú við? a) Þú segir satt: „Þetta var bara gaman en skiptir engu máli.“ b) Svarar í vörn: „Það er langt síðan þú hefur tekið eftir mér á þennan hátt.“ c) Neitar öllu: „Ekki haga þér eins og fífl, þú ert að ímynda þér eitthvað sem ekki gerðist.“ d) Ræðst á viðkomandi: „Þetta var ekkert í samanburði við hvernig þú hagar þér.“3. Ef maki þinn ætti að lýsa viðhorfi þínu til kynlíf, hvað væri þá mest lýsandi? a) Alltaf til í tuskið og stundum meira að segja of oft til í það b) Við erum jöfn/jafnar/jafnir þegar kemur að spennandi og ánægjulegu samlífi c) Ég nýt kynlífs þegar við loksins stundum það en ég er oft stressuð/-aður vegna vinnu og fjölskyldu skuldbindinga d) Stundum samþykki ég að stunda kynlíf bara til að halda friðinn og jafnvægi á heimilinu4. Þegar það eru stór deilumál á milli ykkar tveggja, hvernig leysi þið þau? a) Ég gef eftir til að halda friðinn b) Maki minn röflar og þrætir en hættir þegar ég hef rétt fyrir mér c) Það leysist ekki úr því og við erum með nokkur umræðuefni sem ekki má ræða d) Við tölum saman og þó það geti verið tímafrekt þá komumst við að samkomulagi5. Þegar maki þinn er undir miklu álagi, hvernig bregst hann eða hún við því? a) Talar við mig b) Gleymir því með því að fá sér áfengan drykk, fer út að hlaupa, spilar tölvuleik, fær sér eitthvað að borða eða gerir eitthvað annað til að beina huganum annað c) Byrgir allt inni og springur við og við d) Léttir á sér við vini og fjölskyldu6. Þegar maki þinn gerir eitthvað sem pirrar þig, eins og að gleyma að sækja eitthvað á leiðinni heim, hvað hugsar þú þá? a) Almáttugur, taktu þig saman í andlitinu b) Af hverju treysti ég honum/henni fyrir þessu? Ég hefði átt að gera þetta sjálf/-ur c) Ef hann/hún virkilega elskaði mig þá væri ég í meiri forgangi d) Maki minn er mjög upptekinn og með margt á sinni könnu 7. Hversu mikið daðrar maki þinn við annað fólk? a) Ég hef haft það á tilfinningunni að sumir eru meira en bara vinir en ég hef annað hvort bara eytt því eða maki minn hefur neitað því b) Maki minn er mikill egóisti og elskar að vera miðdepill athyglinnar c) Maki minn kemur fram við alla með sama opna og vingjarnlega viðmóti d) Maki minn á vini sem hann/hún á það til að daðra við en fer í vörn þegar ég spyr útí það og hvað þau eru að gera eða tala um8. Hversu margar fullyrðingar eiga við sambandið þitt? Veldu alla svarmöguleika sem eiga við. Ef ekkert á við þá ferðu beint á næstu spurningu.Við erum æskuást hvors annars og við höfum aldrei verið í öðru alvarlegu sambandiAnnað hvort foreldri okkar dó á seinustu 12 mánuðumAnnað hvort okkar kvíður fyrir eða kveið fyrir nýlegu stórafmæliMargir vina okkar hafa skilið nýlegaAnnað okkar ferðast reglulega yfir nótt vegna vinnuAnnað okkar glímir við mikið álag og streitu vegna vinnuVið stöndum í flutningum eða erum að fara að flytjaYngsta barnið okkar er á leið í háskólann eða mun fara þangað á næstu tveimur árumVið erum að aðstoða aldraðan fjölskyldumeðlimVið eigum tvö börn yngri en fimm áraAnnað okkar hefur glímt við alvarlega veikindi á undanförnum sex mánuðum9. Hvaða fullyrðing á við um hversu vel þið þekkist?Ég get nafngreint að minnsta kosti sex vini eða samstarfsfélaga makansÉg get sagt frá lífsgildum og viðhorfum makansVið höfum rætt áform fyrir framtíðina okkar á undanförnum tólf mánuðumVið deilum áhugamáli, sem er annað en börnin eða heimiliðÉg get nefnt einhvern sem pirraði maka minn, annan en mig, á síðustu þremur mánuðumMaki minn veit hvað hefur þjakað mig nýlegaVísir/GettySvörin, leggðu saman tölurnar:1 a = 2, b = 1, c = 4, d = 3 2 a = 1, b = 2, c = 3, d = 4 3 a = 3, b = 1, c = 2, d = 4 4 a = 2, b = 3, c = 4, d = 1 5 a = 1, b = 4, c = 3, d = 2 6 a = 3, b = 2, c = 4, d = 1 7 a = 4, b = 2, c = 1, d = 3 8. Ólík tímabil og streituvaldar geta grafið undan samböndum. Hver fullyrðing sem á við þig og þitt samband gefur tvö stig.9. Þessar fullyrðingar snúa að hversu vel þið makinn tengist. Dragðu eitt stig frá hverri fullyrðingu sem þú ert sammála. Ef ekkert á við þá máttu bæta við tveimur stigum.Lífið er vegferð, njótum þess saman.Vísir/GettyNiðurstaðan0-12 stig: mikil seiglaLífið getur verið erfitt og fólk glímir við allskyns áskoranir. Til allrar lukku þá passið þið uppá hvort annað, getið talað saman og leyst úr vandamálum áður en þau verða að alvarlegum ágreiningsmálum. Ég vona að með spurningu no.8 þá hafi ég sýnt þér að ýmsar aðstæður geta reynt á sambandið. Talið saman um flækjurnar sem fylgja ýmsum aðstæðum og uppákomum og verið viss um að allt sé uppi á borðinu og á hreinu hvort hjá öðru.13-24: góð seiglaÞegar þú færð útúr niðurstöðum læknisprófs þá er hægt að vera „hress“ en einnig „hress en við viljum fylgjast aðeins með þér“, þú fellur í seinni flokkinn. Þér gengur vel að tjá þig, sem er mikilvægt fyrir heilsu sambandsins, en þú gætir þurft að fínpússa samskiptatæknina agnarögn. Það er sennilegt að þið gangið að hvort öðru sem vísum hlut, sérstaklega þegar þið eru þreytt eða undir miklu álagi. Það þarf fimm fallegar athafnir (hrós, daður í smáskilaboðum, að þakka fyrir sig og knúsa) til að vinna á móti einu neikvæðu (vera stuttorð, kaldhæðin, ekki líta uppfrá símanum) en ef hlutfallið er tíu á móti einum þá hjálpar það ástinni að þrífast. Hvað getur þú gert til að jafna þetta hlutfall?25-34: miðlungs seiglaÞið elskið hvort annað og það er frábært. Hinsvegar vonar þú að ástin sigri öll vadnamál og láti makann vita að þér sé ekki saman þó þú sért mjög upptekin af vinnunni, börnunum og lífinu almennt. Það sem er öllu verra er að túlkanir þínar af gjörðum makans hafa breyst frá getgátum yfir í staðreyndir og það getur leitt af sér misskilning og vantraust sem getur myndað gjá á milli ykkar. Þú þarft að bæta samskiptin þín. Lærðu að biðja um það sem þig vantar (frekar en að ætlast til að makinn viti það). Vertu opin/nn fyrir því að segja nei eða kannski við hvort annað (þegar það á við) og komist að sameiginlegri niðurstöðu í ágreiningsmálum.35 stig eða hærra: í hættu yfir því að verða yfirþyrmandiÞú vissir að þú værir á frekar slæmum stað þegar þú byrjaðir á þessu prófi en þú hefur enga hugmynd um hvernig megi bæta sambandið. Þegar þú hefur reynt að bæta sambandið þá hefur þú talið upp vandamálið eða lýst þeim og það hefur gert ykkur reið og sett í varnarstöðu. Það gerir sambandið aðeins verra. Einbeitum okkur frekar að lausnum en vandamálunum sjálfum. Spyrjið hvort annað: hvernig leysum við vandamálin í sambandinu okkar? Hverju þurfum við að breyta? Hvernig getum við verið viss um að við munum halda okkur við þessi loforð? Ef þú kemst í uppnám þá þýðir það að þið eruð hætt að spyrja hvort annað opinna spurninga. Viðurkennið tilfinningar hvors annars og reynið aftur seinna, þegar þið eruð bæði róleg. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Andrew G Marshall er hjónabandsráðgjafi sem bjó til þessa könnun til að meta seiglu sambands. Taktu prófið og sjáðu hvar þú stendur í þínu sambandi.1. Hversu oft lætur makinn þinn þig vita hversu mikið hann eða hún kann að meta þig með því að segja takk, ég elska þig eða hrósa þér? a) Ég er viss um að hann eða hún ætli að gera það en það gleymist í eril dagsins b) Mjög oft c) Bara þegar hann eða hún vantar eitthvað eða er að reyna ná mér úr fýlu eftir rifrildi d) Við sérstök tilefni þegar ég hef tekið mig sérstaklega til eða haft fyrir því að hafa allt á hreinu, eða þegar ég hef gefið beinar vísbendingar2. Í teiti sýnir aðlaðandi ókunnugur einstaklingur þér mikla athygli, ekkert gerist nema bara spjall og smá hlátur en þú skemmtir þér mjög vel. Á leiðinni heim spyr maki þinn þig um viðkomandi. Hvernig bregst þú við? a) Þú segir satt: „Þetta var bara gaman en skiptir engu máli.“ b) Svarar í vörn: „Það er langt síðan þú hefur tekið eftir mér á þennan hátt.“ c) Neitar öllu: „Ekki haga þér eins og fífl, þú ert að ímynda þér eitthvað sem ekki gerðist.“ d) Ræðst á viðkomandi: „Þetta var ekkert í samanburði við hvernig þú hagar þér.“3. Ef maki þinn ætti að lýsa viðhorfi þínu til kynlíf, hvað væri þá mest lýsandi? a) Alltaf til í tuskið og stundum meira að segja of oft til í það b) Við erum jöfn/jafnar/jafnir þegar kemur að spennandi og ánægjulegu samlífi c) Ég nýt kynlífs þegar við loksins stundum það en ég er oft stressuð/-aður vegna vinnu og fjölskyldu skuldbindinga d) Stundum samþykki ég að stunda kynlíf bara til að halda friðinn og jafnvægi á heimilinu4. Þegar það eru stór deilumál á milli ykkar tveggja, hvernig leysi þið þau? a) Ég gef eftir til að halda friðinn b) Maki minn röflar og þrætir en hættir þegar ég hef rétt fyrir mér c) Það leysist ekki úr því og við erum með nokkur umræðuefni sem ekki má ræða d) Við tölum saman og þó það geti verið tímafrekt þá komumst við að samkomulagi5. Þegar maki þinn er undir miklu álagi, hvernig bregst hann eða hún við því? a) Talar við mig b) Gleymir því með því að fá sér áfengan drykk, fer út að hlaupa, spilar tölvuleik, fær sér eitthvað að borða eða gerir eitthvað annað til að beina huganum annað c) Byrgir allt inni og springur við og við d) Léttir á sér við vini og fjölskyldu6. Þegar maki þinn gerir eitthvað sem pirrar þig, eins og að gleyma að sækja eitthvað á leiðinni heim, hvað hugsar þú þá? a) Almáttugur, taktu þig saman í andlitinu b) Af hverju treysti ég honum/henni fyrir þessu? Ég hefði átt að gera þetta sjálf/-ur c) Ef hann/hún virkilega elskaði mig þá væri ég í meiri forgangi d) Maki minn er mjög upptekinn og með margt á sinni könnu 7. Hversu mikið daðrar maki þinn við annað fólk? a) Ég hef haft það á tilfinningunni að sumir eru meira en bara vinir en ég hef annað hvort bara eytt því eða maki minn hefur neitað því b) Maki minn er mikill egóisti og elskar að vera miðdepill athyglinnar c) Maki minn kemur fram við alla með sama opna og vingjarnlega viðmóti d) Maki minn á vini sem hann/hún á það til að daðra við en fer í vörn þegar ég spyr útí það og hvað þau eru að gera eða tala um8. Hversu margar fullyrðingar eiga við sambandið þitt? Veldu alla svarmöguleika sem eiga við. Ef ekkert á við þá ferðu beint á næstu spurningu.Við erum æskuást hvors annars og við höfum aldrei verið í öðru alvarlegu sambandiAnnað hvort foreldri okkar dó á seinustu 12 mánuðumAnnað hvort okkar kvíður fyrir eða kveið fyrir nýlegu stórafmæliMargir vina okkar hafa skilið nýlegaAnnað okkar ferðast reglulega yfir nótt vegna vinnuAnnað okkar glímir við mikið álag og streitu vegna vinnuVið stöndum í flutningum eða erum að fara að flytjaYngsta barnið okkar er á leið í háskólann eða mun fara þangað á næstu tveimur árumVið erum að aðstoða aldraðan fjölskyldumeðlimVið eigum tvö börn yngri en fimm áraAnnað okkar hefur glímt við alvarlega veikindi á undanförnum sex mánuðum9. Hvaða fullyrðing á við um hversu vel þið þekkist?Ég get nafngreint að minnsta kosti sex vini eða samstarfsfélaga makansÉg get sagt frá lífsgildum og viðhorfum makansVið höfum rætt áform fyrir framtíðina okkar á undanförnum tólf mánuðumVið deilum áhugamáli, sem er annað en börnin eða heimiliðÉg get nefnt einhvern sem pirraði maka minn, annan en mig, á síðustu þremur mánuðumMaki minn veit hvað hefur þjakað mig nýlegaVísir/GettySvörin, leggðu saman tölurnar:1 a = 2, b = 1, c = 4, d = 3 2 a = 1, b = 2, c = 3, d = 4 3 a = 3, b = 1, c = 2, d = 4 4 a = 2, b = 3, c = 4, d = 1 5 a = 1, b = 4, c = 3, d = 2 6 a = 3, b = 2, c = 4, d = 1 7 a = 4, b = 2, c = 1, d = 3 8. Ólík tímabil og streituvaldar geta grafið undan samböndum. Hver fullyrðing sem á við þig og þitt samband gefur tvö stig.9. Þessar fullyrðingar snúa að hversu vel þið makinn tengist. Dragðu eitt stig frá hverri fullyrðingu sem þú ert sammála. Ef ekkert á við þá máttu bæta við tveimur stigum.Lífið er vegferð, njótum þess saman.Vísir/GettyNiðurstaðan0-12 stig: mikil seiglaLífið getur verið erfitt og fólk glímir við allskyns áskoranir. Til allrar lukku þá passið þið uppá hvort annað, getið talað saman og leyst úr vandamálum áður en þau verða að alvarlegum ágreiningsmálum. Ég vona að með spurningu no.8 þá hafi ég sýnt þér að ýmsar aðstæður geta reynt á sambandið. Talið saman um flækjurnar sem fylgja ýmsum aðstæðum og uppákomum og verið viss um að allt sé uppi á borðinu og á hreinu hvort hjá öðru.13-24: góð seiglaÞegar þú færð útúr niðurstöðum læknisprófs þá er hægt að vera „hress“ en einnig „hress en við viljum fylgjast aðeins með þér“, þú fellur í seinni flokkinn. Þér gengur vel að tjá þig, sem er mikilvægt fyrir heilsu sambandsins, en þú gætir þurft að fínpússa samskiptatæknina agnarögn. Það er sennilegt að þið gangið að hvort öðru sem vísum hlut, sérstaklega þegar þið eru þreytt eða undir miklu álagi. Það þarf fimm fallegar athafnir (hrós, daður í smáskilaboðum, að þakka fyrir sig og knúsa) til að vinna á móti einu neikvæðu (vera stuttorð, kaldhæðin, ekki líta uppfrá símanum) en ef hlutfallið er tíu á móti einum þá hjálpar það ástinni að þrífast. Hvað getur þú gert til að jafna þetta hlutfall?25-34: miðlungs seiglaÞið elskið hvort annað og það er frábært. Hinsvegar vonar þú að ástin sigri öll vadnamál og láti makann vita að þér sé ekki saman þó þú sért mjög upptekin af vinnunni, börnunum og lífinu almennt. Það sem er öllu verra er að túlkanir þínar af gjörðum makans hafa breyst frá getgátum yfir í staðreyndir og það getur leitt af sér misskilning og vantraust sem getur myndað gjá á milli ykkar. Þú þarft að bæta samskiptin þín. Lærðu að biðja um það sem þig vantar (frekar en að ætlast til að makinn viti það). Vertu opin/nn fyrir því að segja nei eða kannski við hvort annað (þegar það á við) og komist að sameiginlegri niðurstöðu í ágreiningsmálum.35 stig eða hærra: í hættu yfir því að verða yfirþyrmandiÞú vissir að þú værir á frekar slæmum stað þegar þú byrjaðir á þessu prófi en þú hefur enga hugmynd um hvernig megi bæta sambandið. Þegar þú hefur reynt að bæta sambandið þá hefur þú talið upp vandamálið eða lýst þeim og það hefur gert ykkur reið og sett í varnarstöðu. Það gerir sambandið aðeins verra. Einbeitum okkur frekar að lausnum en vandamálunum sjálfum. Spyrjið hvort annað: hvernig leysum við vandamálin í sambandinu okkar? Hverju þurfum við að breyta? Hvernig getum við verið viss um að við munum halda okkur við þessi loforð? Ef þú kemst í uppnám þá þýðir það að þið eruð hætt að spyrja hvort annað opinna spurninga. Viðurkennið tilfinningar hvors annars og reynið aftur seinna, þegar þið eruð bæði róleg.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira