Gerir skúlptúra úr neonlituðum límmiðum 17. janúar 2015 15:00 Mynd af verkinu Hrúga I, sem er einn skúlptúranna á sýningunni. Mynd/Helga Sif Guðmundsdóttir Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira