Bílasala jókst um 32,2% árið 2014 Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 13:39 Bílasala tók kipp á síðasta ári. Mikið lifnaði yfir sölu nýrra bíla á nýliðnu ári en alls seldust 10.462 bílar samanborið við 7.913 bíla árið 2013. Nemur aukningin 32,2%. Eins og á undanförnum árum keyptu bílaleigur flesta bíla, eða 4.470 og jókst sala til þeirra um 45,1%. Hlutfall bílaleiga af heildarmarkaði var því 42,7% árið 2014. Þessi mikla sala til bílaleiga skýrist af auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Mikill vöxtur var einnig í sölu til annarra fyrirtækja og jókst sala til þeirra 34,7% og nam 2.008 bílum. Einstaklingar juku bílakaup sín um 19,2% og keyptu 3.984 nýja bíla í fyrra. Kaup einstaklinga fór rólega af stað á en uppúr miðju ári tóku kaup þeirra mikið við sér og var ágætur vöxtur út árið. Af einstaka bílaumboðum seldi BL mest, eða 2.305 bíla og var með 22,0% heildarmarkaðarins. Næst flesta bíla seldi Hekla, 2.037 (19,5%) og Toyota/Lexus seldi 1.656 bíla (15,8%). Brimborg seldi 1.282 bíla (12,3%) og Askja 1.169 bíla (11,2%). Af einstaka bílamerkjum seldist mest af Toyota bílum, eða 1.629 og Volkswagen bílar seldust í 1.142 eintökum. Kia bílar seldust í 824 eintökum, 738 Skoda, 700 Chevrolet, 656 Ford, 613 Suzuki, 602 Hyundai, 575 Renault og tíunda mest selda bílamerkið var Nissan með 515 bíla. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir þá miklu aukningu sem var í sölu nýrra bíla á síðasta ári gleðiefni, ekki síst í ljósi þeirrar dræmu sölu sem hefur verið á bílum frá hruni. Þessi ágæta sala felur einnig í sér bjartsýni hvað varðar sölu bíla í ár og spáir Egill 10% söluaukningu á árinu. Færi salan þá í um 11.500 bíla. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent
Mikið lifnaði yfir sölu nýrra bíla á nýliðnu ári en alls seldust 10.462 bílar samanborið við 7.913 bíla árið 2013. Nemur aukningin 32,2%. Eins og á undanförnum árum keyptu bílaleigur flesta bíla, eða 4.470 og jókst sala til þeirra um 45,1%. Hlutfall bílaleiga af heildarmarkaði var því 42,7% árið 2014. Þessi mikla sala til bílaleiga skýrist af auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Mikill vöxtur var einnig í sölu til annarra fyrirtækja og jókst sala til þeirra 34,7% og nam 2.008 bílum. Einstaklingar juku bílakaup sín um 19,2% og keyptu 3.984 nýja bíla í fyrra. Kaup einstaklinga fór rólega af stað á en uppúr miðju ári tóku kaup þeirra mikið við sér og var ágætur vöxtur út árið. Af einstaka bílaumboðum seldi BL mest, eða 2.305 bíla og var með 22,0% heildarmarkaðarins. Næst flesta bíla seldi Hekla, 2.037 (19,5%) og Toyota/Lexus seldi 1.656 bíla (15,8%). Brimborg seldi 1.282 bíla (12,3%) og Askja 1.169 bíla (11,2%). Af einstaka bílamerkjum seldist mest af Toyota bílum, eða 1.629 og Volkswagen bílar seldust í 1.142 eintökum. Kia bílar seldust í 824 eintökum, 738 Skoda, 700 Chevrolet, 656 Ford, 613 Suzuki, 602 Hyundai, 575 Renault og tíunda mest selda bílamerkið var Nissan með 515 bíla. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir þá miklu aukningu sem var í sölu nýrra bíla á síðasta ári gleðiefni, ekki síst í ljósi þeirrar dræmu sölu sem hefur verið á bílum frá hruni. Þessi ágæta sala felur einnig í sér bjartsýni hvað varðar sölu bíla í ár og spáir Egill 10% söluaukningu á árinu. Færi salan þá í um 11.500 bíla.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent