Óttalaus með jógaiðkun Rikka skrifar 7. janúar 2015 14:00 Í nóvember 2011 hóf Margrét kundalini jóga kennaranám visir/Heiða Helgadóttir Margrét Arna Arnardóttir, eigandi jógastöðvarinnar B yoga er íþróttafræðingur og jógakennari, hefur yfir 15 ára reynslu af ýmis konar kennslu og hefur prófað fjölmargt innan heilsuræktargeirans. Þegar hún uppgötvaði kundalini jóga röðuðust öll púslin saman og hún var komin heim. „Ég hef alltaf vitað að mitt hlutverk í lífinu er að kenna en þrátt fyrir að ég ynni við kennslu var ég leitandi og fannst eins og ég væri ekki á réttri hillu. Í mörg ár hafði hugmyndin um jógakennaranám verið á flögri í höfðinu á mér en alltaf leiddi ég hana hjá mér því ég hélt ég væri of ofvirk til að stunda jóga. Ég hafði prófað alls konar jóga en fannst það andlega erfitt og átti erfitt með að kyrra hugann. Ég gat ekki slakað á, gat reyndar ekki beðið eftir að slökunin kláraðist í hverjum tíma og hefði helst viljað sleppa þeim hluta. Í fyrsta sinn sem ég náði slökun brotnaði ég gjörsamlega saman og fór að hágráta. Ég skyldi engan veginn hvað var að gerast og átti erfitt með að ná utan um þetta. Árið 2008 varð Margrét barnshafandi af sínu öðru barni og fór þá í meðgöngujóga og í framhaldinu í mömmujóga. „Oft átti ég erfitt með að komast í gegnum heilan tíma án þess að verða meir eða jafnvel fara að gráta. Ég skyldi það ekki þá en tilfinningin var eins og eitthvað djúpt innra með mér væri að gráta af þakklæti", segir hún. Í nóvember 2011 hóf Margrét kundalini jóga kennaranám og fann strax hvað það er kraftmikið og fljótvirkt. „Fyrstu helgina upplifði ég svo margt: reiði, gleði, sorg, hlátur og mjög mikinn grát. Ég fór inn í alls konar hluti sem ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að burðast með og VÁ - ég var komin heim! Ég sveif heim á bleiku skýi og hafði aldrei á ævi minni upplifað aðra eins vellíðan," segir Margrét. „Þetta var þó einungis upphafið af þessu dásamlega ferðalagi sem kundalini jóga hefur fært mér. Ég hef kynnst sjálfri mér og er búin að uppgötva að ég er stórkostleg manneskja. Ég hef hugrekki til að vera ég sjálf og hlusta á það sem kemur til mín og gera það sem mér er ætlað í lífinu. Ég er meira til staðar dags daglega, er meðvitaðri um hvað er að gerast í líkama mínum og lífi mínu og nýt hvers augnabliks betur. Það þarf miklu meira til að koma mér úr jafnvægi og ég tekst á við hlutina með meira jafnaðargeði og stakri ró. Þetta var það sem mér var ætlað í lífinu og þessi tilfinning að innra með mér væri eitthvað að gráta af þakklæti var líklegast rétt. Sálin mín var eins og skjálfandi hrísla sem langaði svo að láta mig vita hvað væri rétt fyrir mig og hún grét af þakklæti að ég væri loksins að hlusta. Nú á ég auðvelt með að slaka á og get náð mér í 10 mínútna orkublund hvar og hvenær sem er. Ástæðan fyrir því er líka sú að ég er til staðar og hræðist ekki lengur það sem er þarna inni. Ef við eigum erfitt með að slaka á getur ástæðan mögulega verið sú að við óttumst að heyra það sem býr innra með okkur". „Ég hef farið í gegnum lífið í stöðugum ótta, ótta við allt og ekkert, mikið til ótti um eitthvað sem ég hef enga stjórn á. Allt í einu óttast ég ekki af því ég treysti. Ég treysti sjálfri mér og lífinu og ég treysti öllu sem er. Ég óttast ekki að vera einlæg í öllu sem ég segi og geri og vera samkvæm sjálfri mér. Ég er hætt að dæma fólk eins og ég gerði og ég sé það betur og betur að við erum öll eitt og guð er í okkur öllum. Við erum öll að burðast með hluti og allt á sínar skýringar. Það er ekki þar með sagt að ég leyfi fólk að valta yfir mig eða gera eitthvað á minn hlut heldur þvert á móti því ég á líka auðveldara með að standa á mínu og vera samkvæm sjálfri mér án þess að dæma. Ég er uppfull af lífsorku og lífsgleði sem ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann finna. Ég er hætt að berjast á móti straumnum og ég er hætt að leita. Ég flæði með því sem lífið færir mér á hverjum degi því ég veit að ég fæ engu um þetta ráðið. Þetta ferðalag hefur ekki alltaf verið auðvelt eða skemmtilegt og oft á tíðum virkilega erfitt og leiðinlegt. Ég hef grátið mikið og oft þurft að sjá eitthvað í sjálfri mér sem hefði verið miklu auðveldara að halda áfram að grafa niður. Oft hefur mig langað til að hætta, snúa við og halda bara áfram í dofna lífinu sem ég var þátttakandi í þar sem ég var ekki svona meðvituð um allt. Ég hef upplifað margar niðursveiflur en alltaf hélt ég áfram og fyrir það er ég svo óendanlega þakklát í dag. Ég mun aldrei snúa aftur því að ég er sannfærð um að það er iðkun á kundalini jóga sem hefur hjálpað mér að ná svo góðum árangri á svona stuttum tíma. Yogi Bhajan stóð fastur á því að kundalini jóga væru vísindi sem virka og ég get svo sannarlega staðfest það frá mínum innstu hjartarótum. Iðkun á kundalini jóga mun færa þig á stað sem erum töfrum líkastir”.Ástríða Margrétar Örnu í lífinu er svo sannarlega að gefa öðrum tækifæri á að upplifa það sama. Að hjálpa öðrum að finna sinn eigin verðleika og ástríðu í lífinu og að allir geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Þess vegna opnaði hún jógastöðina sína B yoga . Í janúar er hún ásamt Sólbjörtu Guðmundsdóttur að fara af stað með 6 skipta námskeið sem ber yfirskriftna “ORKUMIKIL OG ÓTTALAUS Í EIGIN TAKTI ÁRIÐ 2015” í B yoga. „Okkur finnst gaman að kafa djúpt í ríku fræði kundalini jóga eftir forskrifti Yogi Bhajan og við höfum rosalega gaman af því að kenna saman. Kundalini jóga er byggt á ævafornum vísindum sem einfaldlega virka. Þar sem hver tími námskeiðsins er lengri en hefðbundnir tímar er hægt að fara dýpra en ella, þanni gefum við okkur svigrúm til að uppgötva hinn stórkostlega kraft sem býr innra með okkur öllum” segir Margrét Arna. Kenndur verður einn timi á mánuði á tímabilinu janúar til júní 2015 og hægt verður að mæta í eitt og eitt skipti eða taka allt námskeiðið sem er að sjálfsögðu áhrifameira. Á námskeiðinu losum við okkur við takmarkanir sem fylgja því að dvelja í einhverjum af fjölmörgum birtingarmyndum óttans. Í hverjum tíma tökum við fyrir takmarkandi hegðanamynstur okkar og stígum svo inn í andstæðuna, kraft, kærleika og óttaleysi. Þetta gerum við með æfingum, kriyum, hugleiðslum, möntrusöng og gongslökun. Heilsa Tengdar fréttir Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00 Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Fleiri konur taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en karlar. Sálfræðingur segir miklar kröfur vera gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu og þeim sjálfum. 15. nóvember 2014 08:00 Jóga líflínan í umbreytingarferlinu Sólveig Þórarinsdóttir umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð. Hún segir að ekki verði aftur snúið úr því sem komið er. Lykillinn er að finna jóga sem hentar hverjum og einum. 3. október 2014 15:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Margrét Arna Arnardóttir, eigandi jógastöðvarinnar B yoga er íþróttafræðingur og jógakennari, hefur yfir 15 ára reynslu af ýmis konar kennslu og hefur prófað fjölmargt innan heilsuræktargeirans. Þegar hún uppgötvaði kundalini jóga röðuðust öll púslin saman og hún var komin heim. „Ég hef alltaf vitað að mitt hlutverk í lífinu er að kenna en þrátt fyrir að ég ynni við kennslu var ég leitandi og fannst eins og ég væri ekki á réttri hillu. Í mörg ár hafði hugmyndin um jógakennaranám verið á flögri í höfðinu á mér en alltaf leiddi ég hana hjá mér því ég hélt ég væri of ofvirk til að stunda jóga. Ég hafði prófað alls konar jóga en fannst það andlega erfitt og átti erfitt með að kyrra hugann. Ég gat ekki slakað á, gat reyndar ekki beðið eftir að slökunin kláraðist í hverjum tíma og hefði helst viljað sleppa þeim hluta. Í fyrsta sinn sem ég náði slökun brotnaði ég gjörsamlega saman og fór að hágráta. Ég skyldi engan veginn hvað var að gerast og átti erfitt með að ná utan um þetta. Árið 2008 varð Margrét barnshafandi af sínu öðru barni og fór þá í meðgöngujóga og í framhaldinu í mömmujóga. „Oft átti ég erfitt með að komast í gegnum heilan tíma án þess að verða meir eða jafnvel fara að gráta. Ég skyldi það ekki þá en tilfinningin var eins og eitthvað djúpt innra með mér væri að gráta af þakklæti", segir hún. Í nóvember 2011 hóf Margrét kundalini jóga kennaranám og fann strax hvað það er kraftmikið og fljótvirkt. „Fyrstu helgina upplifði ég svo margt: reiði, gleði, sorg, hlátur og mjög mikinn grát. Ég fór inn í alls konar hluti sem ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að burðast með og VÁ - ég var komin heim! Ég sveif heim á bleiku skýi og hafði aldrei á ævi minni upplifað aðra eins vellíðan," segir Margrét. „Þetta var þó einungis upphafið af þessu dásamlega ferðalagi sem kundalini jóga hefur fært mér. Ég hef kynnst sjálfri mér og er búin að uppgötva að ég er stórkostleg manneskja. Ég hef hugrekki til að vera ég sjálf og hlusta á það sem kemur til mín og gera það sem mér er ætlað í lífinu. Ég er meira til staðar dags daglega, er meðvitaðri um hvað er að gerast í líkama mínum og lífi mínu og nýt hvers augnabliks betur. Það þarf miklu meira til að koma mér úr jafnvægi og ég tekst á við hlutina með meira jafnaðargeði og stakri ró. Þetta var það sem mér var ætlað í lífinu og þessi tilfinning að innra með mér væri eitthvað að gráta af þakklæti var líklegast rétt. Sálin mín var eins og skjálfandi hrísla sem langaði svo að láta mig vita hvað væri rétt fyrir mig og hún grét af þakklæti að ég væri loksins að hlusta. Nú á ég auðvelt með að slaka á og get náð mér í 10 mínútna orkublund hvar og hvenær sem er. Ástæðan fyrir því er líka sú að ég er til staðar og hræðist ekki lengur það sem er þarna inni. Ef við eigum erfitt með að slaka á getur ástæðan mögulega verið sú að við óttumst að heyra það sem býr innra með okkur". „Ég hef farið í gegnum lífið í stöðugum ótta, ótta við allt og ekkert, mikið til ótti um eitthvað sem ég hef enga stjórn á. Allt í einu óttast ég ekki af því ég treysti. Ég treysti sjálfri mér og lífinu og ég treysti öllu sem er. Ég óttast ekki að vera einlæg í öllu sem ég segi og geri og vera samkvæm sjálfri mér. Ég er hætt að dæma fólk eins og ég gerði og ég sé það betur og betur að við erum öll eitt og guð er í okkur öllum. Við erum öll að burðast með hluti og allt á sínar skýringar. Það er ekki þar með sagt að ég leyfi fólk að valta yfir mig eða gera eitthvað á minn hlut heldur þvert á móti því ég á líka auðveldara með að standa á mínu og vera samkvæm sjálfri mér án þess að dæma. Ég er uppfull af lífsorku og lífsgleði sem ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann finna. Ég er hætt að berjast á móti straumnum og ég er hætt að leita. Ég flæði með því sem lífið færir mér á hverjum degi því ég veit að ég fæ engu um þetta ráðið. Þetta ferðalag hefur ekki alltaf verið auðvelt eða skemmtilegt og oft á tíðum virkilega erfitt og leiðinlegt. Ég hef grátið mikið og oft þurft að sjá eitthvað í sjálfri mér sem hefði verið miklu auðveldara að halda áfram að grafa niður. Oft hefur mig langað til að hætta, snúa við og halda bara áfram í dofna lífinu sem ég var þátttakandi í þar sem ég var ekki svona meðvituð um allt. Ég hef upplifað margar niðursveiflur en alltaf hélt ég áfram og fyrir það er ég svo óendanlega þakklát í dag. Ég mun aldrei snúa aftur því að ég er sannfærð um að það er iðkun á kundalini jóga sem hefur hjálpað mér að ná svo góðum árangri á svona stuttum tíma. Yogi Bhajan stóð fastur á því að kundalini jóga væru vísindi sem virka og ég get svo sannarlega staðfest það frá mínum innstu hjartarótum. Iðkun á kundalini jóga mun færa þig á stað sem erum töfrum líkastir”.Ástríða Margrétar Örnu í lífinu er svo sannarlega að gefa öðrum tækifæri á að upplifa það sama. Að hjálpa öðrum að finna sinn eigin verðleika og ástríðu í lífinu og að allir geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Þess vegna opnaði hún jógastöðina sína B yoga . Í janúar er hún ásamt Sólbjörtu Guðmundsdóttur að fara af stað með 6 skipta námskeið sem ber yfirskriftna “ORKUMIKIL OG ÓTTALAUS Í EIGIN TAKTI ÁRIÐ 2015” í B yoga. „Okkur finnst gaman að kafa djúpt í ríku fræði kundalini jóga eftir forskrifti Yogi Bhajan og við höfum rosalega gaman af því að kenna saman. Kundalini jóga er byggt á ævafornum vísindum sem einfaldlega virka. Þar sem hver tími námskeiðsins er lengri en hefðbundnir tímar er hægt að fara dýpra en ella, þanni gefum við okkur svigrúm til að uppgötva hinn stórkostlega kraft sem býr innra með okkur öllum” segir Margrét Arna. Kenndur verður einn timi á mánuði á tímabilinu janúar til júní 2015 og hægt verður að mæta í eitt og eitt skipti eða taka allt námskeiðið sem er að sjálfsögðu áhrifameira. Á námskeiðinu losum við okkur við takmarkanir sem fylgja því að dvelja í einhverjum af fjölmörgum birtingarmyndum óttans. Í hverjum tíma tökum við fyrir takmarkandi hegðanamynstur okkar og stígum svo inn í andstæðuna, kraft, kærleika og óttaleysi. Þetta gerum við með æfingum, kriyum, hugleiðslum, möntrusöng og gongslökun.
Heilsa Tengdar fréttir Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00 Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Fleiri konur taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en karlar. Sálfræðingur segir miklar kröfur vera gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu og þeim sjálfum. 15. nóvember 2014 08:00 Jóga líflínan í umbreytingarferlinu Sólveig Þórarinsdóttir umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð. Hún segir að ekki verði aftur snúið úr því sem komið er. Lykillinn er að finna jóga sem hentar hverjum og einum. 3. október 2014 15:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. 27. október 2014 11:00
Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Fleiri konur taka róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en karlar. Sálfræðingur segir miklar kröfur vera gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu og þeim sjálfum. 15. nóvember 2014 08:00
Jóga líflínan í umbreytingarferlinu Sólveig Þórarinsdóttir umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð. Hún segir að ekki verði aftur snúið úr því sem komið er. Lykillinn er að finna jóga sem hentar hverjum og einum. 3. október 2014 15:00