Lokaútgáfa Lancer Evo er 473 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:23 Mitsubishi Lancer Evo X Final Edition. Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent