Audi RS3 er 362 hestafla kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:30 Audi RS3 er smár en ofurfrár á fæti. Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent
Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent