Strax einn látinn í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 14:45 Pólverjinn Michal Hernik lést á þriðja degi París-Dakar keppninnar. Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður
Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður