Viðskipti erlent

Tekjur af The Interview orðnar 31 milljón dala

Samúel Karl Ólason skrifar
Sony virðist ætla að sleppa við tap vegna framleiðslu myndarinnar.
Sony virðist ætla að sleppa við tap vegna framleiðslu myndarinnar. Vísir/AFP
Kvikmyndin The Interview hefur verið leigð eða keypt 4,3 milljón sinnum á netinu. Hún var birt á aðfangadagskvöld, en áður hafði Sony alfarið hætt við birtingu myndarinnar. Alls eru tekjur myndarinnar af sýningum á netinu 31 milljón dala eða rúmir fjórir milljarðar króna.

Þá eru tekjur myndarinnar vegna sýninga í kvikmyndahúsum um fimm milljónir, eða um 650 milljónir króna. Þó var myndin einungis sýnd í stökum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvikmyndadeild Sony.

Stórar kvikmyndahúsakeðjur neituðu að sýna kvikmyndina eftir hótanir hakkara sem taldir eru vera frá Norður-Kóreu.

Á aðfangadagskvöld var hægt að horfa á myndina í gegnum Youtube, GooglePlay og fleiri síður, en í síðustu viku bættust fjöldinn  allur af öðrum síðum við.

Á vef CNN segir að í heildina haf framleiðsla myndarinnar kostað 44 milljónir dala.


Tengdar fréttir

Kalla Barack Obama "apa“

Þjóðaröryggisráð Norður Kóreu segir Bandaríkin hafa lokað fyrir netaðgang þjóðarinnar.

Sony mun sýna The Interview

Hætt var við að koma myndinni í dreifingu í síðustu viku eftir umfangsmikla árás tölvuþrjóta.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

Interview slær í gegn á netinu

Gamanmyndin the Interview er nú vinsælasta mynd allra tíma þegar litið er til sölu í gegnum netið.

Vill dreifa í Norður-Kóreu

Kóreumaðurinn Park Sang-hak sem flúði Norður-Kóreu og starfar nú sem aðgerðasinni í Suður-Kóreu ætlar sér að senda 100.000 eintök af grínmyndinni The Interview til Norður-Kóreu með blöðrum.

Interview sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum

Sony hafði áður tilkynnt að myndin yrði ekki frumsýnd á jólunum eins og til stóð eftir tölvuárás á fyrirtækið og hótanir um ofbeldi yrði grínmyndin sýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×